Moment.is

 

Óskar Páll Elfarsson
tekur allar ljósmyndir fyrir moment.is og nýjar myndir birtast reglulega á síðunni.

Óskar er fæddur árið 1984 og stundaði nám í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík og Massey University á Nýja-Sjálandi. Síðan hefur hann unnið fyrir mörg af helstu tímaritum á Íslandi auk þess að taka að sér fjölbreytt ljósmyndaverkefni innanlands sem utan.

Íslensk náttúra hefur alltaf heillað Óskar og hefur hann unun af að fanga hana á mynd. Hann hefur einstaklega gott auga fyrir myndefni og skilar það sér vel í myndum hans. Góður skilningur á ljósi og skuggum, tilfinning fyrir litatónum og vinnslu og hæfileikinn til að grípa augnablikið einkenna verk Óskars og veita þeim sérstöðu.

 

 

 

 

 

moment.is er vefsíða sem er hugsuð fyrst og fremst til að bæta aðgengi að íslenskum ljósmyndum og bjóða þær til sölu með einföldum hætti. Öll verkin á síðunni eru tölusett og í takmörkuðu upplagi.

moment.is hefur einfaldleikann að leiðarljósi. Þess vegna er sami frágangur á öllum prentunum, sama verð og svipuð stærð. Þó er alltaf velkomið að hafa samband og óska eftir öðrum útfærslum.

Óskar Páll heldur einnig úti vefsvæðinu www.oskarpall.com. Þar má nálgast mun fleiri myndir eftir hann sem hægt er að panta með því að hafa samband.

Hægt er að ná í Óskar í síma 823-1323 eða senda tölvupóst á moment@moment.is