Prent

Ljósmyndaprent frá moment.is eru prentuð á vandaðan og endingargóðan striga. Þau eru lökkuð og dregur það fram liti og áferð, ásamt því að verja myndirnar. Að lokum eru þau strekkt á blindramma. Öll verð í galleríinu miða við sama frágang og svipaðar stærðir.

 

Hægt er að fá myndir af moment.is prentaðar í fleiri stærðum og gerðum en er að finna í galleríinu. Sem dæmi má nefna:
á ljósmyndapappír og rammaðar inn á hefðbundinn hátt.
á ljósmyndapappír og afhentar upprúllaðar í pappahólki
(auðvelt að senda hvert sem er).
á ljósmyndapappír og límdar á álplötu.
á ljósmyndapappír og límdar á tréplötu.
á striga án blindramma, afhentar upprúllaðar í pappahólki
(auðvelt að senda hvert sem er).


Athugið að hægt er að nálgast mun meira úrval mynda á vefsíðunni www.oskarpall.com og sérpanta þaðan.

Ef þú ert með aðrar hugmyndir, ekki hika við að hafa samband í síma 823-1323 eða með tölvupósti á moment@moment.is
og við finnum lausn í sameiningu.