18) Kuala Lumpur – Malasía

18) Kuala Lumpur – Malasía

Á ferðalagi um heiminn lærir maður hversu gott maður hefur það. Maður sér fjölda þjóðfélaga þar sem flestir virðast hafa það mun verra en við, allavega efnahagslega. En af og til, hér og þar, þá rekst maður aftur á þessa veraldlegu geðveiki sem okkur þykir orðin svo eðlileg. Þessa gríðarlegu fjármuni sem eru settir í hluti bara af því að við getum það, eða viljum allavega láta líta út fyrir að við getum það. Hærra, stærra og meira er einkennandi fyrir svona hugsunarhátt og bera Petronas turnarnir í Kuala Lumpur öll hans merki. Flott mannvirki sem gaman er að skoða, vissulega. En þegar hlutirnir eru settir í samhengi, þegar þessi mynd er borin saman við aðrar myndir úr þessu sama ferðalagi um fimm heimsálfur, þá áttar maður sig á geðveikinni í kringum sig, skilur hvað mannskepnan er sturluð.