22) Monkey Forest - Balí

22) Monkey Forest - Balí

Eftir svona störukeppni er erfitt annað en að ímynda sér að þessi dýr hafi sál, ekki ómerkilegri okkar. Apar eignuðust nýjan sess í huga mér á þessu ferðalagi. Þeir voru skemmtilegir, forvitnir og hægt að nálgast þá ótrúlega mikið. Hins vegar þurfti lítið til að hvekkja þá og ef það gerðist voru þeir fljótir að breytast í grimmar skepnur með stórar tennur. Það var því með óttablandinni virðingu sem maður nálgaðist þá en með hægum hreyfingum og smá slettu af kæruleysi var hægt að komast í mjög skemmtileg myndatökutækifæri. Ánægðastir voru þeir ef maður launaði þeim svo með hnetu eða epli.