25) Maasai Mara – Kenýa

25) Maasai Mara – Kenýa

Í Austur-Afríku er magnað svæði þar sem fjöldi dýra reikar um slétturnar. Komi maður að svæðinu Kenýamegin heitir það Maasai Mara en ef komið er að því Tansaníumegin kallast það Serengeti, þar býr Maasai fólkið. Þar sem við gistum í tjaldi skammt frá ljónum og fílum vorum við með vaktmenn úr þessum frumbyggjahópi. Fólk sem lifði í sátt við náttúruna og þekkti hana jafnt að nóttu sem degi. Sonur þorpshöfðingjans sýndi okkur þorpið sitt stoltur. Það er byggt í hring til að halda dýrum úti, húsin eru úr kúamykju og duga rétt svo örfáa mánuði áður en termítar gæða sér á þeim og byggja þarf ný. Þetta var hans heimur, hann gekk um með ljónstönn um hálsinn, úr ljóni sem hann hafði sjálfur drepið með eigin spjóti. Stoltastur var hann þó af mömmu sinni sem hann vildi ólmur kynna fyrir okkur. Án orða horfðumst við í augu í smástund og með bendingum fékk ég leyfi til að taka af henni eina mynd. Andlitið sagði meiri sögu en orð gætu gert.