26) Brisbane – Ástralía

26) Brisbane – Ástralía

Hrund hélt eflaust að þessi mynd færi á sýningu vegna þess að þetta er borgarlandslagsmynd. Staðreyndin er sú að það var ómögulegt að ætla sér að hafa sýningu með myndum frá öllu þessu heimshornaflakki án þess að hafa eina mynd af henni. Ekki bara vegna þess að hún var upphaflega ástæðan fyrir ferðalaginu í heild sinni, ekki vegna þess að hún er hvetjandi í öllu mínu ljósmyndastússi, ekki vegna þess að hún hefur alltaf trú á mér, heldur vegna þess að betri ferðafélaga hefði ég ekki getað kosið mér. Hvorki í þessu ferðalagi né á ferðalagi mínu í gegnum lífið. Hún er einstök, ótrúleg og æðisleg, ásamt því að vera stór partur af því að þessi sýning varð að veruleika. Ég skil eftir eitt risastórt takk til hennar með þessari mynd.