Moment
Verkfærakista viðburðarhaldarans
MOMENT er nýtt miðasölukerfi á Íslandi sem kollvarpar stöðnuðum hugmyndum um miðasölu og gjörbreytir lífi viðburðahaldara dagsins í dag.
Við skipulagningu fyrsta flokks viðburðar skiptir hvert smáatriði máli: Allt sem tilheyrir miðasölu, samskiptum við gesti og þátttöku þeirra, tekjuhámörkun, gagnasöfnun, og ekki síst jákvæðum samfélagslegum áhrifum.
MOMENT miðasölukerfið er byggt á tækni sem nú þegar þjónar yfir 50.000 viðburðum árlega í yfir 40 löndum, meðal annars Olympíuleikunum, Grammy verðlaununum, Paris La Defense Arena og Riot Games.
Kerfið er háþróaðasta og sveigjanlegasta miðasölukerfi í heimi þar sem framúrskarandi tækni og innblásnar leiðir efla mátt viðburðarins, auk þess að tryggja sölu- og kaupaðila fyrir svikum eða óvætum uppákomum.
MOMENT hentar frumkvöðlum sem vilja fara nýjar leiðir í að hámarka árangur og á sama tíma ná til og virkja samfélagið í kringum viðburði sína, sem oft á tíðum nær langt út fyrir landsteinana.
Sérstakt erindreka-kerfi hvetur innblásna aðdáendur til að selja miða gegn fríðindum eða varningi og með hugvitsamlegri boðsmiðaumsýslu er hægt að koma í veg fyrir auð sæti og styrkja gott málefni á sama tíma.
Stofnandi MOMENT, Margeir Steinar Ingólfsson, hefur yfir þrjátíu ára farsæla reynslu af viðburðarhaldi bæði sem skipuleggjandi og listamaður. Sem stofnandi og stjórnarformaður Hugsmiðjunnar hefur Margeir sömuleiðis einstæða innsýn í nýjustu snjalltækni og íslenskt viðskiptalíf sem nýtist honum vel í að hanna og aðlaga nútímalegt miðasölukerfi íslenskum aðstæðum.
Taktu þátt í framtíðinni og kynntu þér MOMENT.